1 Febrúar 2007 12:00
Kannabisplanta fannst í fataskáp í herbergi unglingspilts í borginni síðdegis í gær. Pilturinn gekkst við því að hafa komið plöntunni þar fyrir en við hana hafði hann sett sérstakt hitaljós. Kannabisplantan var haldlögð.
Í gærkvöld voru tveir karlmenn og ein kona handtekin í íbúð í úthverfi. Innandyra fundust ætluð fíkniefni en auk þess voru munir haldlagðir. Nokkru síðar var liðlega tvítugur piltur handtekinn í austurborginni en hann er grunaður um fíkniefnamisferli. Þá fundust ætluð fíkniefni í verslunarmiðstöð um miðjan dag.