20 Janúar 2016 18:03

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun á tveimur stöðum í Hafnarfirði í dag. Lagt var hald á samtals um 75 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Karl á þrítugsaldri játaði aðild í öðru málinu og karl á fertugsaldri í hinu, en málin tengjast ekki. Í báðum tilvikum var um að ræða kannabisræktun í heimahúsi.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.