21 Maí 2012 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun á þremur stöðum í umdæminu fyrir helgina. Sú stærsta var í Hafnarfirði en í húsi þar var að finna um 180 kannabisplöntur. Á sama stað var lagt hald á ýmsan búnað sem tengdist starfseminni, m.a. fjölmarga gróðurhúsalampa. Ræktunin var vel falin í 100 fm rými í kjallara hússins. Karl um þrítugt var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar en sá reyndi að komast undan á hlaupum þegar lögreglan bankaði upp á. Í miðborginni fundust um 20 kannabisplöntur á heimili manns um fertugt og í iðnarhúsnæði í austurborginni lagði lögreglan hald á rúmlega 40 kannabisplöntur til viðbótar.