15 Júlí 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þrjár kannabisræktanir í Hafnarfirði í gær. Þrír karlar á þrítugsaldri voru handteknir í tengslum við aðgerðirnar en einn þeirra var jafnframt eftirlýstur fyrir aðrar sakir. Lagt var hald á nokkuð af kannabisplöntum og græðlingum.

Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.