19 Desember 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvær kannabisræktanir í Kópavogi fyrir helgina. Um var að ræða kannabisræktun í tveimur íbúðum í sama fjölbýlishúsinu. Í annarri þeirra var lagt hald á tæplega 30 kannabisplöntur og næstum 200 græðlinga. Fíkniefnaleitarhundur frá tollinum aðstoðaði við leitina en hvutti þefaði líka uppi aðra kannabisræktun í sama stigagangi. Hún reyndist vera ennþá stærri en auk kannabisplantna lagði lögreglan hald á ýmsan búnaði sem var að finna í íbúðinni.

Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.