8 Maí 2020 15:43
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í heimahúsi í Hafnarfirði í vikunni. Lagt var hald á um 130 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Við húsleit tók lögreglan enn fremur í sína vörslu vopn og fjármuni, sem hún telur vera tilkomna vegna fíkniefnasölu. Húsráðendur, tveir karlar á þrítugsaldri, voru handteknir í þágu rannsóknarinnar. Málið telst upplýst.
Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.