28 Febrúar 2012 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Kópavogi í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 220 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Húsið er komið nokkuð til ára sinna og virtist yfirgefið en lögreglan hafði hins vegar haft með því auga vegna grunsemda um kannabisræktun innandyra. Karl á þrítugsaldri var handtekinn þegar hann var að koma út úr húsinu en viðkomandi angaði af kannabislykt og viðurkenndi hann aðild sína að málinu.
Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.