15 Febrúar 2012 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í austurborginni í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 90 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar en á sama stað var einnig lagt hald á ýmsa muni. Karl á fimmtugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu. Lögreglan leitaði einnig á heimili mannsins og þar fannst talsvert af kannabisefnum. Kona á fertugsaldri var einnig handtekin í tengslum við málið en fíkniefni fundust í fórum hennar.

Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.