6 Ágúst 2008 12:00

Það er ekki oft sem kannabisplöntur eru ræktaðar í allra augsýn. Sú var þó raunin með nokkrar kannabisplöntur sem lögreglan haldlagði í húsi í Hlíðunum á dögunum. Hvort eigendur umræddra plantna gleymdu að koma þeim fyrir á afviknum stað skal ósagt látið en allavega reyndist það lögreglumönnum létt verk að koma augu á kannabisplönturnar því þær blöstu við í glugga hússins þegar að því var komið. Húsráðendur reyndu að halda uppi vörnum í málinu og sögðu að hér væri einungis um ræða sérstakar kryddplöntur og að afurðirnar væru alfarið ætlaðar til matargerðar. Lögreglumenn á vettvangi vissu hinsvegar betur og fjarlægðu allar kannabisplönturnar eins og áður sagði.