23 Júní 2011 12:00

Síðastliðinn þriðjudag stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Árbæ. Við húsleit fundust 36 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar. Á meðan aðgerðum lögreglu stóð komu tveir karlmenn á staðinn og er þeir urðu varir lögreglu varir reyndi annar þeirra að komast undan á hlaupum. Hann náðist eftir stutta eftirför og voru báðir mennirnir vistaðir. Við yfirheyrslu viðurkenndu þeir aðild sína að ræktuninni. Í kjölfarið var farið í húsleit á heimili annars mannsins og fannst þar ræktunarbúnaður og þurrkað marijúana. Mennirnir eru á þrítugs- og fertugsaldri.

Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.