11 Ágúst 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Ártúnsholti í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á um 80 kannabisplöntur og ýmsan búnað tengdan starfseminni. Þrír aðilar voru yfirheyrðir í þágu rannsóknarinnar.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.