7 Maí 2013 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun á tveimur stöðum í austurborginni um hádegisbil í gær, en hald var lagt á nokkra tugi kannabisplantna. Í báðum tilvikum var um að ræða ræktun í íbúð í fjölbýlishúsi. Karl á þrítugsaldri var handtekinn á öðrum staðnum og maður á sama aldri var handtekinn á hinum.
Fyrrnefndar aðgerðir eru liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.