13 Apríl 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í nótt. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust rúmlega 100 kannabisplöntur en á sama stað var einnig lagt hald á ýmsan búnað sem tengist starfsemi sem þessari. Karl á fertugsaldri var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu.