16 Maí 2012 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Garðabæ um miðjan dag í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald nokkra tugi kannabisplantna auk lítilræðis af öðrum fíkniefnum. Ræktunin var vel falin í kjallara hússins í rými sem var sérstaklega útbúið fyrir þessa starfsemi.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.