30 Mars 2015 17:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð fjölbýlishúss í Hafnarfirði í síðustu viku og lagði hald á 15 kannabisplöntur. Plönturnar var að finna í stofunni, en í svefnherbergi var einnig að finna búnað fyrir kannabisræktun. Karl á þrítugsaldri játaði aðild sína á málinu og telst það upplýst. 

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.