21 Janúar 2021 12:37

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í heimahúsi í Hafnarfirði í vikunni. Lagt var hald á um 70 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Við húsleit tók lögreglan jafnframt í sína vörslu búnað tengdan starfseminni, en húsráðandi hefur játað sök og telst málið upplýst. Tvær aðrar kannabisræktanir hafa enn fremur verið stöðvaðar í umdæminu undanfarna daga, önnur í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði og hin í heimahúsi í Reykjavík. Um er að ræða óskyld mál.

Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.