26 Nóvember 2012 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Kópavogi fyrir helgina. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 50 kannabisplöntur, en ræktunaraðstaðan var haganlega falin í hluta íbúðarinnar. Búið var að setja upp millivegg á gangi og þar með þrjú svefnherbergi falin. Karl á þrítugsaldri, húsráðandi á staðnum, var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og viðurkenndi hann aðild sína að málinu.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.