11 Október 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í miðborginni í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á rúmlega 130 kannabisplöntur og voru þær á ýmsum stigum ræktunar. Á staðnum var mjög fullkominn búnaður fyrir starfsemi af þessu tagi en leigjandi íbúðarinnar er erlendur karlmaður  á þrítugsaldri. Eiganda íbúðarinnar var gert viðvart um málið en miklar skemmdir höfðu orðið á húsnæðinu vegna leka. Að auki var búið að saga gat á gólfið fyrir loftræstikerfi.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.