18 Mars 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði gríðarlega umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík í kvöld. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust hundruð kannabisplantna á ýmsum stigum ræktunar. Húsnæðið er á Melunum ofan við Vesturlandsveg, norðan Leiruvegar og Varmadalsvegar. Tveir karlar voru á staðnum þegar lögreglan kom á vettvang og voru báðir handteknir en þeir verða yfirheyrðir á morgun. Af aðstæðum innan dyra má ráða að um afar umfangsmikla kannabisræktun var að ræða og hefur lögreglan ekki áður séð neitt í líkingu við þetta.

Frekari upplýsingar um málið verða veittar á morgun, fimmtudag.

Hundruð kannabisplantna fundust á vettvangi.