18 September 2018 16:27

Lögreglan á Austurlandi, í samvinnu við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun á tveim stöðum í umdæminu, á Breiðdalsvík og í Fellabæ, í dag. Lagt var hald á töluvert magn kannabisefna, en nákvæm tala liggur ekki fyrir. Auk þessa var lagt hald á tæki sem tengjast framleiðslunni, fjármuni, gróðurlampa og margs konar búnað. Farið var í fleiri húsleitir sem tengjast málunum beint.

Tveir karlar og tvær konur voru handtekin í þágu rannsóknarinnar. Rannsókn málsins er enn í gangi.

Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðum embættanna.