17 September 2013 12:00

Sautján ára piltur var staðinn að hraðakstri á Hringbraut, móts við Vatnsmýrarveg, aðfaranótt laugardags. Bíll hans mældist á 121 km hraða en þarna er leyfður hámarkshraði 60. Lögreglan telur að pilturinn hafi verið í kappakstri, en fátt var um svör þegar spurt var um aksturslagið og ökumaðurinn sagði það eitt að hann hefði ekki verið að fylgjast með hraðamælinum. Pilturinn fær nú tíma til að hugsa ráð sitt, en bæði svipting og sekt liggur við hraðakstri af þessu tagi.