5 Maí 2014 12:00

Tveir piltar, 18 og 19 ára, voru staðnir að hraðakstri á Reykjanesbraut í Reykjavík aðfaranótt laugardags, en þeir voru í kappakstri. Bílar þeirra mældust báðir á 140 km hraða, en strákarnir óku framúr ómerktri lögreglubifreið sem var við eftirlit og átti þarna leið um. Piltunum var veitt eftirför og þeim gefið merki með forgangsljósum um að nema staðar sem og þeir gerðu. Strákarnir játuðu sök og sögðust ekki hafa gert sér grein fyrir hraðanum. Það verður að teljast heldur ósennilegt, enda hafa þeir áður verið teknir fyrir hraðakstur.