21 Ágúst 2007 12:00
Laust fyrir klukkan tíu í gærkvöld barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um aðfinnsluvert aksturslag í Grafarvogi. Við athugun reyndist um að ræða hálfgerðan kappakstur tveggja bíla í Gufuneskirkjugarði. Ökuþórarnir, sem eru 17 ára piltar, voru í fyrstu hissa á afskiptum lögreglunnar en skömmuðust sín þegar þeim var gerð grein fyrir alvarleika málsins.