14 Janúar 2013 12:00
Karl og kona, sem bæði eru á þrítugsaldri, hafa verið úrskurðuð í síbrotagæslu til 8. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafa ítrekað komið við sögu hjá lögreglu og voru síðast handtekin um helgina, þá í tengslum við rannsókn á innbroti og þjófnaði í borginni.