14 Júní 2010 12:00

Karlmaður um þrítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. júní næstkomandi að kröfu lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn lögreglu varðar framleiðslu og sölu á kannabisefnum og voru gerðar sex húsleitir í síðustu viku vegna málsins.  Fimm  karlmenn  voru handteknir við þær aðgerðir en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar lögreglumanna frá embætti Ríkislögreglustjóra auk tollyfirvalda. Með aðgerðunum telur lögreglan sig hafa stöðvað umfangsmikinn hóp við framleiðslu og sölu á ólöglegum fíkniefnum. Alls hafa fundist um 1200 plöntur á mismunandi stigi ræktunar, um tvö kíló af tilbúnum efnum sem að hluta voru í söluumbúðum, auk þess sem haldlagðir voru fjármunir að upphæð um 500 þúsund auk ýmiss búnaðar til ræktunar. Lögreglan minnir á að almenningur getur komið ábendingum á framfæri við  lögreglu ef grunsemdir vakna um fíkniefnamisferli, í síma 800-5005.