12 Mars 2020 16:07

Reglulega fáum við ábendingar um eitt og annað sem fólk telur vera ábótavant og því rétt að vekja athygli lögreglunnar hvað það varðar. Meðfylgjandi mynd er einmitt ágætt dæmi um það, en oftar en ekki snúa þessar ábendingar að einhverju sem fólk sér í umferðinni. Sá sem tók myndina og sendi okkar sagðist eiginlega hafa orðið kjaftstopp þegar hann sá með hvaða hætti þessi ökumaður hrúgaði hlutum í kerruna og ók með hana um bæinn. Undir það má vissulega taka enda verður þessi frágangur á farmi seint talinn til fyrirmyndar.