28 Maí 2008 12:00

Fíkniefni fundust við húsleit í fjölbýlishúsi í Reykjavík í gærkvöld. Talið er að um sé að ræða um 25 grömm af kókaíni. Karl á fertugsaldri var handtekinn vegna rannsóknar málsins. Hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu vegna fíkniefnamála.