5 Desember 2003 12:00

Lögreglan í Reykjavík gerði könnun á hraðakstursbrotum á gatnamótum Bústaðavegar og Flugvallarvegar 30-31. október 2003 með umferðareftirlitsmyndavél sem mældi umferð suður. Hámarkshraði er 60 km/klst á þessum stað. Á tímabilinu óku 18.172 ökutæki framhjá vélinni. Í allt voru 337 brot, þar af vegna hraðaksturs 322 eða 1,8% bifreiða sem óku framhjá myndavél á þessu tímabili.

Meðal þeirra sem óku of hratt mældust um 85% á innan við 84 km/klst en 15% óku hraðar en 83 km/klst.  Um 35% brotanna áttu sér stað milli kl. 18-24 og um 24% frá miðnætti til kl. 6 um morguninn. Fæst brot voru um miðjan daginn frá kl. 12-18.

Meðal þeirra sem óku of hratt var meðalhraðinn 79 km/klst á tímabilinu, en á milli kl. 17-18 mældist hann mestur 86,5 km/klst. Mesti hraðinn var 102 km/klst milli kl. 2-3 um nóttina. Hægt er að skoða þetta nánar með því að smella hér.