7 Nóvember 2018 16:33

Íslenskur karlmaður fæddur 1965 var í dag færður fyrir Héraðsdóm Suðurlands þar sem lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði kröfu um að hann sætti framlengdu gæsluvarðhaldi til kl. 16:00 þann 29. nóvember n.k.   Krafan er gerð á grundvelli almannahagsmuna en lögregla telur uppi rökstuddan grun um að hann hafi valdið eldsvoða í húsi nr. 18. við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október s.l.   Dómari tók sér frest til kl. 11:30 á morgun til að kveða upp úrskurð um kröfuna.   Landsréttur felldi, í gær,  úr gildi gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um aðild að málinu.   Hún afplánar nú fangelsisrefsingu vegna eldri dóms.   Konan hefur stöðu sakbornings í málinu og verður yfirheyrð að nýju á morgun um það.