4 Janúar 2019 15:05

Lögreglunni berast reglulega kvartanir af ýmsum toga og á þessum árstíma koma flugeldar þar gjarnan við sögu. Svo virðist sem einhverjir þekki ekki reglurnar sem um þá gilda og skjóta þeim upp seint á kvöldin eða jafnvel á næturna. Því er rétt að minna á reglugerðina, en í henni segir að á því tímabili sem almenn notkun skotelda er leyfð frá 28. desember til 6. janúar, er meðferð þeirra þó alltaf bönnuð frá kl. 22 til kl. 10 daginn eftir að undanskilinni nýársnótt. Við biðjum fólk um að virða þetta.