23 Október 2018 14:49

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarið borist allnokkuð af kvörtunum vegna írskra farandverkamanna, sem hafa boðið íbúum í umdæminu þrifþjónustu, m.a. háþrýstiþvott á hús og bílaplön. Tilkynnendur, oftlega eldri borgarar, lýsa verulegum óþægindum vegna samskipta við mennina, segja þá mjög aðgangsharða og alveg einstaklega ýtna og freka. Einnig hefur komið upp ágreiningur vegna upphæðar, sem var rukkuð eftir að þjónustan var veitt og kvittana sem treglega gekk að fá. Það er því að mörgu að huga þegar verkkaup eru annars vegar og eru húseigendur beðnir að hafa það í huga. Mál farandverkamannanna eru til skoðunar hjá lögreglu, m.a. hvort tilskilin leyfi séu fyrir hendi.