9 Febrúar 2018 15:02

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í dag í Héraðsdómi Reykjaness fram áframhaldandi kröfu um tveggja vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni á grundvelli rannsóknar- og almannahagsmuna í tengslum við rannsókn hennar á ætluðum kynferðisbrotum viðkomandi. Héraðsdómur féllst á kröfuna á grundvelli rannsóknarhagsmuna til einnar viku og situr maðurinn því áfram í varðhaldi til 16. febrúar.