16 Febrúar 2018 16:41

Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á ætluðum kynferðisbrotum mannsins, en viðkomandi var handtekinn í síðasta mánuði.