7 Apríl 2011 12:00

Tveir karlar, annar um fimmtugt en hinn á fertugsaldri, voru í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 14. apríl að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir voru handteknir í síðustu viku í tengslum við rannsókn lögreglu á kynferðisbrotamáli en þolandinn er 7 ára drengur. Í framhaldinu voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald sem nú hefur verið framlengt eins og áður sagði. Annar mannanna hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar en hinn hefur ekki gert upp hug sinn í þeim efnum.