8 Maí 2014 12:00

Fimm piltar á aldrinum 17-19 ára eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa nauðgað 16 ára stúlku í samkvæmi í austurhluta borgarinnar um síðustu helgi, en kæra í málinu var lögð fram síðdegis í gær. Piltarnir voru handteknir í gærkvöld, en lögreglan hefur lagt fram kröfu um einnar viku gæsluvarðhald yfir þeim öllum. Dómari tók sér frest til morguns til að ákveða hvort piltarnir skuli sæta gæsluvarðhaldi eða ekki. Þeir verða áfram í haldi lögreglu þar til úrskurður dómara liggur fyrir.