9 Desember 2021 17:01

Karlmaður á fertugsaldri var á mánudag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald, eða til 10. desember, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á ætluðu kynferðisbroti. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.