9 Janúar 2013 12:00

Karl á sjötugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald í tvær vikur að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Hann unir úrskurði héraðsdóms. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því í gær, en þá var hann færður til yfirheyrslu vegna rannsóknar á kynferðisbrotum.