11 Maí 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú meint kynferðisbrot gagnvart konu að morgni laugardagsins 2. maí sl. á tímabilinu frá kl. 4.45 til 5.15. Meint brot er talið hafa átt sér stað í fólksbifreið í bifreiðastæði við Tollhúsið í Tryggvagötu í Reykjavík. Konan greindi frá því að hún hefði hlaupið yfir götuna í átt að skemmtistaðnum Amsterdam eftir brotið og þá hefði verið öskrað ókvæðisorðum á eftir henni á erlendu tungumáli. Hún taldi að vitni hefðu séð þetta. Eftir meint brot fór konan á Ingólfstorg þar sem tveir vegfarendur, maður og kona, gáfu sig að henni.