7 Júní 2011 12:00

Ökumenn í Laugardal brugðust jákvæðir við þeim tilmælum lögreglu að nýta bílastæði sem þar eru í stað þess að leggja ólöglega á eða við götur á svæðinu á meðan landsleik Íslands og Danmörku stóð þann 4. júní síðastliðinn. Lögreglan jók eftirlit í Laugardalnum, greip inn í ef einhverjir gerðu sig líklega til að leggja ólöglega og leiðbeindi ökumönnum í laus stæði. Einungis þurfti að sekta sex ökutæki vegna ólöglegarar lagningar og er það mikil framför frá því ástandi sem þarna hefur ríkt þegar stórviðburðir hafa verið í Laugardalshöllinni.

Í kvöld, fimmtudaginn 9. júní, verður stórhljómsveitin Eagles með tónleika í Laugardalshöllinni og er búist við 10.00 tónleikagestum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill af því tilefni góðfúslega ítreka þau tilmæli til ökumanna sem eiga leið um Laugardalinn að nýta  bílastæðin á svæðinu í stað þess að leggja ólöglega á eða við götur.  Að öðrum kosti mega ökumenn búast við sektum vegna stöðubrota en gjaldið, 5000 kr., rennur í Bílastæðasjóð.