3 Apríl 2014 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 11 kg af kannabisefnum við húsleit í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði í gær, en efnin voru tilbúin til dreifingar. Á sama stað var einnig að finna um 60 kannabisplöntur, sem lögreglan tók líka í sína vörslu. Framkvæmdar voru tvær aðrar húsleitir í tengslum við málið, en þrír karlar, tveir á fertugsaldri og einn á þrítugsaldri, voru handteknir í þágu rannsóknarinnar. Málið telst upplýst.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.