26 Júní 2013 12:00

Skotvopn og fíkniefni fundust við húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í austurborginni í gær. Um var að ræða haglabyssu, lofthaglabyssu, skammbyssu og rafbyssu, en í íbúðinni var einnig að finna  skotfæri í áðurnefnd vopn. Á sama stað var einnig lagt hald á um 200 grömm af kannabisefnum og lítilræði af öðrum fíkniefnum, auk hnúajárns, hnífa, exi, hafnaboltakylfa og piparúða. Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir i þágu rannsóknarinnar, en báðir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði. Við aðgerðina naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar Ríkislögreglustjóra.