11 Október 2012 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði landaframleiðslu í iðnaðarhúsnæði í Garðabæ í gær. Lagt var hald á tæplega 400 lítra af landa, enn meira af gambra sem og ýmsan búnað tengdan starfseminni. Karl á fertugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar, en maðurinn var vistaður í fangageymslu í nótt.
Í sama húsi, en í óskyldu máli, var einnig lagt hald á rúmlega 200 lítra af sterku áfengi (vodka). Karl um þrítugt var yfirheyrður vegna þessa.