5 Júlí 2018 16:02
Landsmót hestamanna stendur nú yfir í Víðidal í Reykjavík, en mótið verður sett við hátíðlega athöfn kl. 19.30 í kvöld. Búist er við þúsundum gesta á Landsmótið, sem stendur fram á sunnudag. Það gæti því orðið mikil umferð við mótssvæðið, ekki síst á Breiðholtsbrautinni og eru ökumenn beðnir um að hafa það hugfast um leið og þeir eru minntir á að sýna þolinmæði og tillitssemi þar sem annars staðar.