3 Janúar 2020 14:52

Landsréttur hefur hafnað kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri, en manninum var sleppt úr gæsluvarðhaldi um helgina eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu lögreglu. Krafan var lögð fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna og til að varna því að sakborningur héldi áfram brotum.

Maðurinn var upphaflega úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald á jóladag í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintri frelsisskerðingu, líkamsárás og kynferðisbrotum gegn þremur konum á þrítugs- og fertugsaldri.

Rannsókn málsins er í fullum gangi og miðar vel.