8 Október 2015 17:14

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sett fram þau tilmæli að flygildum verði ekki flogið í Laugardalnum laugardaginn 10. október, frá kl. 12 til 24, en sama dag mætast Ísland og Lettland í undankeppni EM. Nánar tiltekið er um að ræða knattspyrnuleikvanginn og 500 metra radíus í kringum hann. Þetta er gert til að gæta öryggis áhorfenda og leikmanna, en beiðni þess efnis barst lögreglu frá Knattspyrnusambandi Íslands.