3 Ágúst 2021 11:25

Þrír laumufarþegar fundust um borð í skipi í Sundahöfn snemma í morgun og var lögreglan kölluð á vettvang. Þremenningarnir voru færðir í sýnatöku og síðan í sóttvarnahús, en unnið er að því að staðfesta þjóðerni þeirra. Talið er að laumufarþegarnir hafi komið um borð í skipið í Danmörku.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.