21 Júlí 2011 12:00

Tveir veiðimenn voru gripnir glóðvolgir við laxveiðar í Grafarvogi um miðjan dag í gær. Mennirnir, sem eru báðir um þrítugt, höfðu komið sér fyrir undir Gullinbrú og veitt tvo laxa þegar lögreglan kom á vettvang. Þeim var vinsamlegast bent á að veiðiskapur þeirra væri brot á lögum um lax- og silungsveiði. Laxinn var haldlagður en veiðimennirnir sögðu sér til málsbóta að þeir þekktu ekki fiskana með nafni. Sjálfir áttu þeir líka í erfiðleikum með að muna eigin nöfn og treglega gekk að draga það upp úr þeim.