11 September 2018 11:43

Íslendingar og Belgar mætast í knattspyrnulandsleik á Laugardalsvellinum í kvöld, en viðureign þjóðanna hefst kl. 18.45. Búist er við fjölmörgum áhorfendum og eru þeir knattspyrnuáhugamenn, sem ekki ætla að nota strætó til að komast á völlinn, minntir á að leggja löglega. Þetta er annar leikur landsliðsins í hinni nýstofnuðu Þjóðadeild, en liðið fékk slæman skell í fyrsta leiknum. Vonandi gengur strákunum betur í kvöld. Áfram Ísland!