28 Desember 2017 09:57
Stærð og umfang á bálkesti skal takmarka við brennutíma, þ.e. að góður logi standi ekki lengur en skemmtan við brennu, eða um 4 klst. Séð skal til þess að ekki logi lengur í brennu en í 14 klst. Lítil brenna má að jafnaði ekki vera nær íbúðarbyggð en 100 metrar og stór brenna ekki nær en 300 metrar. Engin brenna má vera nær matvælaframleiðslu og öðrum viðkvæmum rekstri en 400 metrar. Bálköst skal ekki staðsetja þar sem hætta er á að eldur eða neistaflug geti kveikt í gróðri, t.d. sinu.
Ofangreindar upplýsingar er að finna í leiðbeiningum um bálkesti og brennur. Þar er ennfremur fjallað um vinnutilhögun og leyfisveitingar sem að þessu snúa. Smellið á hlekkinn hér að neðan til að lesa leiðbeiningarnar nánar.