1 Nóvember 2012 12:00

Lögreglan minnir á að áfram er spáð leiðindaveðri á höfuðborgarsvæðinu og því er fólk minnt á að festa lausamuni eða koma þeim í skjól. Þetta á ekki síst við um trampólín en þau eiga það til að fjúka þegar hvessir. Þess má geta að lögreglan var kölluð í Grafarvog nótt en þar fauk trampólín meira en 100 metra áður en það stöðvaðist í trjágróðri.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhringinn eru annars þessar: Norðan 13-20 m/s og skýjað, en 18-23 og dálítil él á morgun. Vægt frost. (www.vedur.is)